fbpx

Þær meðferðir sem hér er boðið upp á hafa verið þróaðar fyrir einstaklinga með sögu um áföll, hvort sem um er að ræða sjokk áföll eða þroskaáföll (e. Complex PTSD) og miða þær að því að efla tilfinningalega seiglu, tengslagetu og tilfinninguna um djúpa lífsfyllingu. Fagið er í miklum vexti erlendis enda hafa rannsóknir sýnt að sálræn og líkamleg heilsa haldast í hendur, áföll og streita hafa bein áhrif á líkama okkar og hægt er að vinna með andlega líðan í gegnum líkamann.

 

Meðferðin er heildræn sem þýðir að einstaklingur getur valið hvort hann vilji ræða um flóknar aðstæður í lífi sínu, losa um erfiðar tilfinningar í gegnum líkamsskynjun, fræðast um taugakerfi sitt, leggjast í slökun á þægilegum nuddbekk eða sjá líf sitt í stærra samhengi með hjálp sandmeðferðar (Sandtray Therapy).

 

Meðferð fer fram í gegnum öruggan fjarfundarbúnað þessa dagana.

 

Meðferðin kostar kr 10.000,-

Somatic Experiencing var þróuð af Dr. Peter Levine, sem oft er kallaður faðir áfallameðferðar. Meðferðin fer að miklu leyti fram í gegnum samtal þar sem einstaklingur fær rými til kynnast og tengjast líkamsvisku sinni og losa um djúpa spennu í taugakerfi sínu á öruggan hátt.

Meðferðir

NeuroAffective Touch var þróuð af Dr. Aline LaPierre og fer fram á nuddbekk. Meðferðin var þróuð með þroskaáföll í huga og byggist á því að tiltekin snerting geti örvað myndun nýrra taugabrauta þökk sé eðlislægum mótanleika heila og taugakerfisins. Um er að ræða samþættingu snertingar og samtals.

ATH: Meðferðin er ekki í boði vegna Covid-19

Meðferðir

Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð styður vel við líkamsmiðaða sálmeðferð, þessi meðferð er mjúk og endurnærandi og byggist á léttri snertingu á nuddbekk. Merðferðin snýst um að virkja náttúrulegan mátt líkamans til að finna og viðhalda jafnvægi á líkama og sál.

ATH: Meðferðin er ekki í boði vegna Covid-19

Meðferðir

Sandmeðferð er einstök og umbreytandi meðferð sem hentar einstaklingum í leit að úrlausn við flóknum vandamálum ásamt því að leitast eftir dýpri tengingu við sitt sanna sjálf og tilgang lífsins. Meðferðin fer fram með hjálp lítils sandbakka og fjölda lítilla hluta sem allir hafa sína meiningu í lífi okkar.

Meðferðir

Fjarfundur: Líkamsmiðuð sálmeðferð / áfallameðferð getur farið fram í gegnum fjarfundarbúnað með góðum árangri. Unnið er markvisst að því að losa djúpstæða spennu úr taugakefinu með samtali, líkamsskynjun og fræðslu. Steinunn hefur undarfarna mánuði fengið þjálfun og reynslu í að vinna á þennan hátt.

Meðferðir
Hafðu samband

Sendu mér skilaboð og ég hef samband eins fljótt og hægt er.

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt

Start typing and press Enter to search